14.10.2009

Heimsókn lögmanns Færeyja í Alþingishúsið

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, heimsótti Alþingi ásamt fylgdarliði miðvikudaginn 14. október. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, tók á móti honum.
 
Heimsóknin var liður í opinberri heimsókn lögmanns Færeyja til Íslands í boði forsætisráðherra.