18.10.2009

121. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf 19.-21. október

121. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fer fram í Genf dagana 19.-21. október 2009. Fundinn sækja alþingismennirnir Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, og Guðbjartur Hannesson varaformaður.

Helstu mál þingsins verða m.a. baráttan gegn mansali og skipulögðum glæpum, málefni Sameinuðu þjóðanna og þátttaka æskunnar í uppbyggingu lýðræðis.