18.11.2009

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Albaníu 19.-22. nóvember

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Albaníu 19.-22. nóvember 2009, í boði Jozefinu Topalli, forseta albanska þingsins. Með forseta í för eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir, varaforsetar Alþingis, ásamt Jörundi Kristjánssyni, alþjóðaritara á skrifstofu forseta Alþingis.
 
Í heimsókninni munu forseti Alþingis og varaforsetar m.a. eiga fundi með forseta albanska þingsins og fulltrúum í Evrópunefnd þess. Þá munu þau einnig hitta að máli forsætisráðherra, utanríkisráðherra og mennta- og ferðamálaráðherra landsins.