22.11.2009

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda á Kýpur

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Kýpur dagana 22.-25. nóvember 2009. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.
 
Auk Ástu R. Jóhannesdóttir, forseta Alþingis, sækja fulltrúar þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands fundinn.
 
Þingforsetarnir munu ræða efnahagskreppuna og áhrif hennar á smáríki, málefni tengd ólöglegum innflytjendum og hvernig minni ríki uppfylla skuldbindingar samkvæmt alþjóðalögum.