26.1.2010

Janúarfundir Norðurlandaráðs

Janúarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir í Kaupmannahöfn 26.-27. janúar 2010.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs taka þátt í fundunum Helgi Hjörvar formaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaformaður, Siv Friðleifsdóttir, Illugi Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Á fundunum verður m.a. fjallað um jafnrétti á Norðurlöndum, formennskuáætlun Dana í Norrænu ráðherranefndinni 2010 og formennskuáætlun Íslendinga í Norðurlandaráði 2010.

Ísland fer með formennsku í Norðurlandaráði 2010. Forseti ráðsins er Helgi Hjörvar og varaforseti Illugi Gunnarsson.