18.2.2010

Vetrarfundur ÖSE-þingsins 18.-19. febrúar 2010

Vetrarfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 18.-19. febrúar í Vínarborg í Austurríki.

Róbert Marshall, formaður Íslandsdeildar, og Pétur H. Blöndal, sérlegur fulltrúi forseta ÖSE-þingsins í fjárreiðum ÖSE, munu sækja fundinn.

Málefnanefndir þingsins koma saman á fundinum og þingmenn hitta m.a. fastafulltrúa og embættismenn á vegum ÖSE. Sérstök umræða verður um stöðu mála í Afganistan.