10.3.2010

Forseti Alþingis flytur litháísku þjóðinni heillaóskir á 20 ára sjálfstæðisafmæli

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, verður viðstödd athöfn í litháíska þinginu fimmtudaginn 11. mars í tilefni þess að 20 ár eru frá því að þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins þann dag árið 1990. Við það tilefni mun forseti Alþingis flytja ávarp á fundi í þinginu og færa litháísku þjóðinni heillaóskir Alþingis sem samþykktar voru með sérstakri þingsályktun 8. mars síðastliðinn.