11.3.2010

Fundur framkvæmdastjórnar og stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í París 11.-12. mars

Dagana 11.-12. mars 2010 mun framkvæmdastjórn og stjórnarnefnd Evrópuráðsþingsins funda í París.

Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar og einn varaforseta Evrópuráðsþingsins, sækir báða fundina en framkvæmdastjórnin er skipuð forseta og varaforsetum Evrópuráðsþingsins auk formanna flokkahópa og málefnanefnda þingsins. Stjórnarnefndin er skipuð formönnum landsdeilda aðildarríkjanna 47, auk þeirra sem eiga sæti í framkvæmdastjórn.