26.3.2010

Þing IPU í Bangkok 27. mars til 1. apríl 2010

122. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Bangkok, Taílandi, dagana 27. mars til 1. apríl 2010. Helstu mál þingsins verða baráttan gegn mansali, skipulögðum glæpum, smygl á eiturlyfjum og ólöglegri vopnasölu, þátttaka æskunnar í uppbyggingu lýðræðis og Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur fer fram umræða um stjórnhætti þinga og enduruppbyggingu ríkja. Fundinn sækja alþingismennirnir Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, Guðbjartur Hannesson varaformaður og Einar K. Guðfinnsson.