29.3.2010

Fundur þingmannanefndar EES 29.-30. mars 2010

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar í Vaduz í Liechtenstein 29.-30. mars 2010. Á fundinum er m.a. fjallað um EES-samstarfið árið 2009, skýrslu um sameiginlegu fiskveiðistefnuna og EES og einnig skýrslu um EES og samstarf sveitar- og héraðsstjórna. Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundinn þau Árni Þór Sigurðsson formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Valgerður Bjarnadóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.