21.6.2010

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 21.-25. júní

Þriðji fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 21.-25. júní. Fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins sækja fundinn Lilja Mósesdóttir, formaður, Magnús Orri Schram og Eygló Harðardóttir.

Það sem ber hæst á fundinum er umræða um stöðu lýðræðis í Evrópu, m.a. í ljósi alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Frekari upplýsingar um fund Evrópuráðsþingsins er að finna á heimasíðu þess.