6.7.2010

Ársfundur ÖSE-þingsins 6.-10. júlí

Ársfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 6.-10. júlí 2010 í Ósló. 

Til umfjöllunar verða ályktanir málefnanefnda þingsins sem fjalla munu um mismunandi hliðar á þema fundarins sem er Réttarríkið og baráttan gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og spillingu. Auk þess hafa einstaka þingmenn lagt fram 35 ályktanir til samþykktar á fundinum. Þar á meðal er að finna ályktun sem lögð er fram af þingmönnum Íslands í tilefni af 10 ára afmæli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar ÖSE-þingsins Róbert Marshall formaður og Pétur H. Blöndal, sérlegur fulltrúi forseta ÖSE-þingsins í fjárreiðum ÖSE, sem mun leggja fram skýrslu á fundinum.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ÖSE, auk þess sem beinar útsendingar verða frá fundinum frá Stórþinginu: 
Bein útsending frá fundinum í Stórþinginu
.