19.8.2010

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja haldinn 19. ágúst í Reykjavík

Árlegur fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var að þessu sinni haldinn í Reykjavík, fimmtudaginn 19. ágúst. Á fundinum ræddu forsetar sameiginleg verkefni þjóðþinganna og notkun upplýsingatækni við þingstörf. Gerð var grein fyrir því sem er efst á baugi í stjórnmálum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Einnig ræddu forsetarnir þátttöku þjóðþinga í alþjóðlegu þingmannasamstarfi. Páll Hreinsson hæstaréttardómari gerði grein fyrir störfum rannsóknarnefndar Alþingis og hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna.