13.9.2010

Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál

Dagana 13.-15. september 2010 fer fram þingmannaráðstefna um norðurskautsmál í Brussel. Meðal annarra umræðuefna eru sjálfbær nýting lifandi auðlinda og samvinna á sviði menntunar og rannsókna á norðurskautinu auk eftirfylgni við Alþjóðlegt heimskautaár. Jafnframt verður rætt um loftslagsbreytingar og afleiðingar minnkandi íss á svæðinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður Íslandsdeildar og Kristján Þór Júlíusson sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.