1.11.2010

Bein útsending frá kynningu á bókinni Sambandsríkið Norðurlönd

Mánudaginn 1. nóvember kl. 17.00 verður bókin Sambandsríkið Norðurlönd (Förbundsstaten Norden) eftir Gunnar Wetterberg kynnt en bókin er ársrit Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs 2010. Bein útsending frá kynningunni á vef Alþingis og einnig er sent út á sjónvarpsrás Alþingis.

Dagskrá Norðurlandráðsþings 2010 er á vef Norðurlandaráðs.