2.11.2010

Dagskrá Norðurlandaráðsþings miðvikudaginn 3. nóvember 2010

Bein útsending verður frá Norðurlandaráðsþingi á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone og á vef Alþingis. Dagskrá þingsins er á vef Norðurlandaráðs http://www.norden.org/is og jafnframt eru skjöl þingsins aðgengileg þar.

Dagskrá þingfundar 3. nóvember 2010
Kl. 9.00–10.30. Almennar umræður: Skýrsla samstarfsráðherranna. Tillaga ráðherranefndarinnar um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2011. Skýrsla ríkisstjórnar Danmerkur um brottvísun vegna félagslegra aðstæðna. Nefndartillaga um brottvísun norrænna ríkisborgara.

Kl. 10.30–11.30. Hnattvæðing og stjórnsýsluhindranir: Skýrsla um stöðu mála í hnattvæðingarverkefninu. Skýrsla um afnám stjórnsýsluhindrana. Nefndartillaga um afnám gjaldtöku vegna greiðslna yfir landamæri.

Kl. 11.30–12.30. Norðurlönd og grannsvæðin: Ráðherranefndartillaga um reglur vegna starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar í Hvíta-Rússlandi. Skýrsla um Norðurskautssamstarf. Skýrsla um menningarsamstarf innan Norðlægu víddarinnar. Skýrsla menningar- og menntamálanefndar um möguleika á norrænni menningarsjónvarpsrás í samstarfi við þýsk-frönsku rásina ARTE. Fulltrúatillaga um ArteNorden.

Kl. 12.30–14.00 Hádegishlé

Kl. 14.00–16.00. Umræður um aukið utanríkis- og varnarsamstarf á Norðurlöndunum: Skýrsla utanríkisráðherranna. Skýrsla varnarmálaráðherranna. Skýrsla Søren Gade, fyrrum varnarmálaráðherra, um sérfræðingaskýrslu. Fulltrúatillaga um aukið samstarf um samfélagsöryggi.

Kl. 16.00–17.00. Jafnrétti á Norðurlöndum: Ráðherranefndartillaga um samstarfsáætlun um jafnrétti til margra ára. Skýrsla um jafnréttismál. Nefndartillaga um aukið innihald jafnréttissamstarfsins. Árleg skrifleg skýrsla um aðgerðir Norrænu ráðherranefndarinnar til að koma í veg fyrir mansal.

Á dagskránni eru einnig eftirtaldir atburðir:

Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 11.30 verður fréttamannafundur með norrænum utanríkisráðherrum. Grand hóteli, Hvammi.

Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í Íslensku óperunni miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 18.30. Veitt eru kvikmynda-, bókmennta-, tónlistar- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Framvísa verður gildum blaðamannapassa/passa frá fjölmiðli, með mynd, þegar aðgangskort að Norðurlandaráðsþingi er sótt. Hægt verður að sækja aðgangskort á Grand hótel á meðan þingið stendur.