5.11.2010

Forseti Alþingis verður við útför Jonathans Motzfelds

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, verður við útför Jonathans Motzfelds, fyrrverandi forseta grænlenska landsþingsins og formanns landsstjórnarinnar. Útförin fer fram frá Hans Egedes kirkju í Nuuk á Grænlandi í dag. Með forseta í för er Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Jafnframt verða við útförina Ólína Þorvarðardóttir, forseti Vestnorræna ráðsins, og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri ráðsins.