28.2.2011

Forseti þýska Sambandsþingsins, dr. Norbert Lammert, í opinberri heimsókn á Íslandi 28. febrúar til 3. mars 2011

Forseti þýska Sambandsþingsins, dr. Norbert Lammert, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 28. febrúar til 3. mars nk. í boði Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Með þýska þingforsetanum í för verður Michael Georg Link, þingmaður Frjálsra demókrata, auk starfsmanna þýska Sambandsþingsins.
 

Dr. Lammert mun eiga fundi með forseta Alþingis og starfshópi utanríkismálanefndar um Evrópumál, auk þess að hitta fulltrúa þingflokka að máli. Einnig mun hann eiga fund með forseta Íslands og forsætisráðherra, auk fjármála- og utanríkisráðherra. Þá mun þýski þingforsetinn funda með forsvarsmönnum verkefnisins Sögueyjan Ísland, sem munu hafa veg og vanda af þátttöku Íslands í bókasýningunni í Frankfurt haustið 2011.