15.4.2011

Þing IPU í Panama 15.-20. apríl 2011

124. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Panama, dagana 15.-20. apríl 2011. Helstu mál þingsins verða gagnsæi og traust stjórnmálaflokka, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, stjórnun í kjölfar náttúruhamfara og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kosningasvindli. Enn fremur verður rætt um þingræðislegt traust og hvernig standa megi undir væntingum kjósenda. Fundinn sækja Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, Einar K. Guðfinnsson varaformaður og Sigmundur Ernir Rúnarsson.