27.4.2011

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins

Annar fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins fór fram miðvikudaginn 27. apríl í Þjóðmenningarhúsinu og í Hellisheiðarvirkjun.

Fundinum var stýrt af írska Evrópuþingmanninum Pat the Cope Gallagher (European Parliament, ALDE group) og Árna Þór Sigurðssyni, þingmanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Á fyrri hluta fundarins var rætt um samskipti Íslands og ESB, í ljósi yfirstandandi umsóknar- og aðildarviðræðuferlis. Bálint Ódor, fulltrúi ráðherraráðs ESB, Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu ávörp.

Aðrir dagskrárliðir voru m.a. fiskveiðar, yfirlit yfir landbúnaðarstefnur Íslands og ESB og viðbrögð við yfirstandandi fjármálakreppu á Íslandi og í ESB.

Seinni hluti fundarins var haldinn í Hellisheiðarvirkjun þar sem sérfræðingar á sviði orkumála héldu erindi og rætt var um endurnýjanlega orku á Íslandi og í ESB.

Þriðji fundur sameiginlegu þingmannanefndarinnar verður haldinn í Evrópuþinginu í Brussel í byrjun október.

Þátttakendur frá Alþingi:
Árni Þór Sigurðsson, formaður, þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð.
Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður, þingflokki Samfylkingarinnar.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingflokki Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokki Samfylkingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokki Hreyfingarinnar.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Ólöf Nordal, þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þátttakendur frá Evrópuþinginu:
Pat the Cope Gallagher, formaður, ALDE, Írlandi.
Paul Rübig, EPP, Austurríki.
Indrek Tarand, Greens/EFA, Eistlandi.
Søren Bo Søndergaard, GUE/NGL, Danmörku.
Cristian Dan Preda, EPP, Rúmeníu.