11.5.2011

Varaforseti rússnesku Dúmunnar, Lyubov K. Sliska, í opinberri heimsókn á Íslandi 11.-14. maí 2011

Varaforseti rússnesku Dúmunnar, Lyubov K. Sliska, er í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 11. til 14. maí í boði Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Með Slisku í för er sendinefnd fjögurra rússneskra þingmanna.
 

Sliska og þingmannasendinefndin mun eiga fund með forseta Alþingis, ásamt fulltrúum þingflokka og formanni Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Þá mun hún einnig funda með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis. Jafnframt mun Sliska og sendinefndin frá rússnesku Dúmunni hitta að máli forseta Íslands og utanríkisráðherra.