27.5.2011

Vorfundur NATO-þingsins 27.-30. maí

NATO-þingið kemur saman til vorfundar í Varna í Búlgaríu 27.-30 maí. Á fundinum verður m.a. rætt um aðgerðir NATO í Afganistan, ástandið í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Einnig verður rætt um nýja grunnstefnu NATO sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO í Lissabon í nóvember 2010.


Ragnheiður E. Árnadóttir og Birgitta Jónsdóttir sækja fundinn af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins.