30.5.2011

Vorfundur COSAC 29.-31. maí

Vorfundur COSAC, sem er samstarfsvettvangur Evrópunefnda þjóðþinga Evrópusambandsins, fer fram í þinghúsinu í Búdapest 29.-31. maí. Á meðal helstu dagskrármála fundarins eru staða mála undir formennsku Ungverja í ráðherraráði ESB og aðgerðir til að tryggja efnahagsbata í Evrópu eftir fjármálakreppuna.


Þjóðþingum umsóknarríkja að ESB er boðið að sækja fundi COSAC og af hálfu Alþingis munu Árni Þór Sigurðsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Valgerður Bjarnadóttir sitja vorfundinn.