6.6.2011

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum 7.-9. júní

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum dagana 7.-9. júní nk. Að þessu sinni verður fjallað um tvö meginefni annars vegar framtíðarlausnir í húsnæðismálum aldraðra í vestnorrænu löndunum og hins vegar öryggisviðbúnað í ljósi breyttra aðstæðna á Norður-Atlantshafi. Samhliða ráðstefnunni er áætlað að fram fari fyrsti fundur nýstofnaðrar þingmannanefndar Hoyvíkursamningsins, fríverslunarsamningsins milli Íslands og Færeyja.


Af hálfu Alþingis sækja ráðstefnuna Ólína Þorvarðardóttir, Atli Gíslason, Árni Johnsen, Höskuldur Þórhallsson og Þráinn Bertelsson. Siv Friðleifsdóttir sækir ráðstefnuna sem formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.