24.6.2011

Heimsókn ráðherra þingmála og sendinefndar frá indverska þinginu

Pawan Kumar Bansal, ráðherra þingmála á Indlandi, heimsótti Alþingi í dag ásamt sendinefnd þingmanna frá indverska þinginu. Ráðherrann og þingmannasendinefndin áttu fund með Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka.