29.6.2011

Fundur vestnorrænna þingforseta í Vágum í Færeyjum

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sótti fund vestnorrænna þingforseta í Vágum í Færeyjum 28. júní 2011, í boði Hergeirs Nielsens, forseta færeyska Lögþingsins. Fundinn sótti einnig Josef Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins.
 
Á fundinum var m.a. rætt um samstarf vestnorrænu þinganna og þau mál sem efst eru á baugi. Einnig var rætt um samstarfið á vettvangi Vestnorræna ráðsins og starf þingmannanefndar um Hoyvíkursamninginn.