16.8.2011

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins skilar tilnefningu í CPT-nefnd Evrópuráðsins

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur nú gengið frá tilnefningu í nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð og refsingu (CPT-nefndina). Alls lýstu sex hæfir einstaklingar áhuga sínum á að starfa í nefndinni og urðu eftirfarandi fyrir valinu: Andrés Magnússon geðlæknir, Helga Þórólfsdóttir, doktorsnemi, fyrrverandi yfirmaður alþjóðadeildar Rauða kross Íslands,
Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari.

Þeir sem tilnefndir voru munu undirgangast hæfnismat af hálfu Evrópuráðsþingsins. Að því loknu mun ráðherranefnd Evrópuráðsins kjósa einn af listanum til starfa í nefndinni til næstu fjögurra ára.