5.9.2011

Opinber heimsókn forseta króatíska þingsins til Alþingis 5.-7. september

Forseti króatíska þingsins, hr. Luka Bebić, verður í opinberri heimsókn á Íslandi, ásamt sendinefnd frá króatíska þinginu, dagana 5.-7. september 2011 í boði forseta Alþingis. Mun hann eiga fundi með forseta Alþingis, forsætisráðherra og utanríkisráðherra meðan á dvöl hans stendur. Þá mun hann heimsækja forseta Íslands á Bessastöðum og hitta forseta borgarstjórnar í Höfða. Jafnframt mun Bebić og sendinefndin kynna sér jarðhitaframkvæmdir á Íslandi og eiga fund með fulltrúum fyrirtækja í orkuiðnaði.