12.9.2011

Heimsókn varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins til Íslands 11.-13. september

Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, Wang Gang, er í heimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd dagana 11.-13. september 2011 í boði forseta Alþingis. Wang Gang mun á meðan heimsókn stendur eiga fundi með Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þá mun varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins einnig heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum.