6.10.2011

Þriðji fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins

Þriðji fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins var haldinn í Brussel í dag.

Fundinum var stýrt sameiginlega af Pat the Cope Gallagher (Evrópuþinginu, ALDE-flokkahópnum, Írlandi) og Árna Þór Sigurðssyni (Vinstri grænum).

Sameiginlega þingmannanefndin ræddi um samskipti Íslands og ESB, sér í lagi um aðildarviðræðuferlið, með þátttöku: Jan Borkowski, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, Alexöndru Cas Granje frá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB og Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum.

Í pallborðsumræðum var lögð áhersla á að á ríkjaráðstefnunni sem haldin var í júní voru fjórir samningskaflar opnaðir og af þeim var tveimur lokað samdægurs. Hafnar verði viðræður um fleiri kafla til viðbótar á þeim ríkjaráðstefnum sem ráðgerðar eru 19. október og 12. desember nk.

Til viðbótar fjallaði sameiginlega þingmannanefndin um eftirfarandi efni á fundi sínum:

  • Efnahagsstjórn og fjármálakreppan: Vandamálin á Evrusvæðinu sem nú eru í deiglunni voru rædd ásamt efnahagsbata á Íslandi.
  • Þróun Schengen-samstarfsins: Yfirstandandi breytingar á Schengen-svæðinu voru ræddar ásamt gagnrýni sem komið hefur fram í garð vissra aðildarríkja ESB vegna endurupptöku landamæragæslu og takmarkana á frjálsri för.
  • Endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB: Lögð var áhersla á þörfina á því að tryggja sjálfbærni fiskveiða og stöðva brottkast auk þess sem stuðningur kom fram við aukna svæðaskiptingu í fiskveiðistjórnun.
  • Norðurslóðir: stefnumótun Íslands og ESB um málefni norðurslóða: Ályktun Alþingis um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða frá því í mars var rædd, ásamt stefnumörkun ESB um málefni svæðisins. Stuðningur kom fram við áheyrnaraðild ESB að Norðurskautsráðinu.

Ráðgert er að fjórði fundur sameiginlegu þingmannanefndarinnar verði haldinn dagana 2.-4. apríl nk. á Íslandi.

Þingmenn Evrópuþingsins:
Pat the Cope Gallagher (ALDE) Írlandi,
Anna Hedh (S-D) Svíþjóð,
Thomas Ulmer (EPP) Þýskalandi,
Petru Luhan (EPP) Rúmeníu,
Zuzana Brzobohatá (S-D) Tékklandi,
Indrek Tarand (Greens/EFA) Eistlandi,
Diana Wallis (ALDE) Bretlandi.

Alþingismenn:
Árni Þór Sigurðsson, form. (Vinstri hreyfingin - grænt framboð),
Valgerður Bjarnadóttir, varaform. (Samfylking),
Einar K. Guðfinnsson (Sjálfstæðisflokkur),
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkur),
Birgitta Jónsdóttir (Hreyfingin),
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vinstri hreyfingin - grænt framboð),
Jónína Rós Guðmundsdóttir (Samfylking),
Björgvin G. Sigurðsson (Samfylking),
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Framsóknarflokkur).

(Skammstafanir flokkahópa á Evrópuþinginu:
EPP [Kristilegir demókratar] European People's Party Christian-Democratic Group,
S&D[Jafnaðarmenn] Progressive Alliance of Socialists and Democrats,
ALDE/ADLE [Frjálslyndir] Alliance of Liberals and Democrats for Europe,
Greens/EFA [Grænir og óháðir]Greens/European Free Alliance.)