6.10.2011

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda á Möltu 6.-7. október

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda á Möltu dagana 6.-7. október 2011. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir einni milljón.
 
Auk Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, sækja fulltrúar þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands fundinn.
 
Á fundinum munu þingforsetarnir m.a. ræða um störf þinganna, upplýsingamiðlun og alþjóðasamstarf þjóðþinga.