20.10.2011

Framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu Evrópusambandsins á fundi með forseta Alþingis og fulltrúum þingflokka

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Stefan Füle, framkvæmdastjóra stækkunar- og nágrannastefnu ESB, ásamt fulltrúum þingflokka á Alþingi.

Af hálfu þingflokka sóttu fundinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, Bjarni Benediktsson, Álfheiður Ingadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir.

Ræddu þau m.a. um framvindu aðildarviðræðna, stöðu mála á evrusvæðinu og mikilvægi þess að gæta hagsmuna íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar í viðræðunum. Lagði Füle áherslu á hlutverk Alþingis í viðræðunum og sagði mikilvægi þjóðþinga í Evrópusamvinnunni hafa aukist til muna með Lissabonsáttmálanum.