1.11.2011

Forseti Alþingis sækir Norðurlandaráðsþing 2011 sem haldið er Kaupmannahöfn

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir 63. þing Norðurlandaráðsþings sem haldið er í Kaupmannahöfn 31. október til 3. nóvember 2011.
 
Forseti Alþingis verður við opnun þingsins og mun í dag eiga fund með norrænum forsetum þjóðþinga sem Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins, býður til. Sjá nánar um dagskrá þingsins á vefsíðu Norðurlandaráðs.