24.1.2012

Opinber heimsókn forseta þings Svartfjallalands til Alþingis 24.-27. janúar 2012

Forseti þjóðþings Svartfjallalands, Ranko Krivokapić, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 24.-27. janúar 2012, í boði forseta Alþingis. Hann mun eiga fundi með forseta Alþingis, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Jafnframt fundar hann með fulltrúum í utanríkismálanefnd og formönnum þingflokka og heimsækir forseta Íslands á Bessastaði.