25.1.2012

Janúarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir í Ósló 24.-25. janúar

Janúarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir í Ósló 24.-25. janúar. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs taka þátt í fundunum Helgi Hjörvar, formaður Íslandsdeildarinnar, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson, Lúðvík Geirsson og Siv Friðleifsdóttir.