9.3.2012

Opinber heimsókn forseta þjóðþings Möltu til Alþingis 11.-13. mars 2012

Forseti þjóðþings Möltu, Michael Frendo, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 11.-13. mars 2012 í boði forseta Alþingis Ástu R. Jóhannesdóttur.
 
Hann mun eiga fundi með forseta Alþingis og utanríkisráðherra. Jafnframt fundar hann með fulltrúum í utanríkismálanefnd og heimsækir forseta Íslands á Bessastaði meðan á dvöl hans stendur.