31.3.2012

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Kampala 31. mars til 5. apríl

126. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Kampala dagana 31. mars til 5. apríl.

Helstu umræðuefni þingsins verða aðgengi að heilbrigðisþjónustu með áherslu á konur og börn, dreifing valds en ekki eingöngu auðs í heiminum og þann lærdóm sem draga má af atburðum síðustu mánaða í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Enn fremur verður rætt um ástandið í Sýrlandi.

Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, Árni Páll Árnason varaformaður og Einar K. Guðfinnsson.