17.4.2012

Heimsókn rússneskra þingmanna 16.-19. apríl

Sendinefnd rússneskra þingmanna er í heimsókn á Íslandi dagana 16.-19. apríl á vegum Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Þingmennirnir eru hér á landi til að kynna sér orkumál og þingmannasamstarf um málefni norðurslóða.
 
Í sendinefndinni eru þingmenn frá Dúmunni, þingmannasamtökum Norðvestur-Rússlands og héraðsþingum Arkangelsk, Kaliningrad, Karelia, Leningrad, Murmansk, Nenets, Novgorod, Pskov og Pétursborgar.
 
Þingmennirnir munu eiga fundi með íslenskum þingmönnum um ofangreind málefni. Þeir munu einnig eiga fundi um orkumál og norðurslóðir með fulltrúum Orkustofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar og utanríkisráðuneytisins.