23.4.2012

Vorfundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 23.–27. apríl

Evrópuráðsþingið heldur vorfund sinn í Strassborg dagana 23.–27. apríl. Meðal dagskrárliða á þingfundinum má nefna áhrif arabíska vorsins, m.a. í jafnréttismálum, auk þess sem sérstaklega verður rætt um ástandið í Sýrlandi. Einnig verður farið yfir skýrslu um ábyrgð á dauða líbanskra flóttamanna í Miðjarðarhafi og rætt um tjáningarfrelsi á netinu.

Dagskrá vorfundarins í heild má nálgast á vefsíðu þingsins (pdf).

Af hálfu Íslandsdeildar sækja þingið Þuríður Backman, formaður, Mörður Árnason, varaformaður, og Gunnar Bragi Sveinsson.