25.6.2012

Fundur vestnorrænna þingforseta haldinn á Íslandi 26. júní

Árlegur fundur vestnorræna þingforseta fer fram á Hótel Hengli þriðjudaginn 26. júní 2012. Fundinn sækja auk Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, Josef Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, og Jógvan á Lakjuni, forseti færeyska þingsins.
 
Á fundinum munu þingforsetar ræða störf þinganna og þau mál sem hæst hefur borið í stjórnmála- og þjóðlífi vestnorrænu landanna þriggja frá síðasta fundi sem haldinn var í Vágum í Færeyjum í júní í fyrra. Þá eru málefni norðurslóða og möguleikar á samvinnu um norðurslóðamálefni á dagskrá fundar. Sérstakir gestir eru Max Dager, framkvæmdastjóri Norræna hússins í Reykjavík, og Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og fyrsti aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn í Færeyjum. Mun Max Dager kynna vestnorrænan dag, sem haldinn verður í fyrsta sinn í september í Reykjavík, og Eiður Guðnason gerir grein fyrir reynslunni af gagnkvæmum ræðismannaskiptum milli Íslands og Færeyja.