28.6.2012

Fundur þingmannanefndar og ráðherra EFTA 28.-29. júní 2012

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í Gstaad í Sviss dagana 28.-29. júní. Helstu dagskrárefni fundarins eru annars vegar samstarfið við ESB, þar á meðal á vettvangi EES og tvíhliða samnings ESB og Sviss, og hins vegar gerð fríverslunarsamninga EFTA. Að auki mun þingmannanefndin funda með ráðgjafanefnd EFTA um frjálsa för vinnuafls og málefni Schengen.

Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundina Árni Þór Sigurðsson formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Skúli Helgason og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.