15.8.2012

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 16. ágúst

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn verður á Álandseyjum 16. ágúst 2012.
 
Þingforsetarnir munu ræða viðhorf í stjórnmálum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum og það sem er efst á baugi í starfi þjóðþinganna. Einnig verður sérstök umræða um öryggismál í þjóðþingum og samvinnu í alþjóðastarfi þinganna.