3.9.2012

Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál 5.-7. september

Dagana 5.-7. september næstkomandi fer fram þingmannaráðstefna um norðurskautsmál á Akureyri. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru stjórnskipun á norðurslóðum, mannlífsþróun með áherslu á rannsóknir og viðskiptatækifæri á norðurskautssvæðinu.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, Kristján Þór Júlíusson og Jónína Rós Guðmundsdóttir sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.