10.9.2012

Fundur þingforseta evrópskra smáríkja í Svartfjallalandi, 10.-11. september

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, sækir fund þingforseta evrópskra smáríkja sem haldinn er í bænum Kotor í Svartfjallalandi 10.-11. september 2012. Til fundarins er boðið forsetum þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins með færri en 1 milljón íbúa. Fundinn sækja fulltrúar Andorra, Íslands, Kýpur, Lúxemborgar, Möltu og San Marínó, auk gestgjafa í Svartfjallalandi. Þetta er 7. fundur þingforseta evrópskra smáríkja.
 
Fundarefni er að þessu sinni eftirlitshlutverk þjóðþinga, einkum eftirlit með öryggisstofnunum ríkisins, ásamt hlutverki þinganna við að efla erlenda fjárfestingu og styrkja fjármálakerfi smáríkja. Sérstakur gestafyrirlesari á fundi er Daniel P. Fata, fyrrverandi aðstoðarvarnamálaráðherra Bandaríkjanna.