19.9.2012

Norrænn undirbúningsfundur fyrir 127. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU)

Norrænn undirbúningsfundur fyrir 127. þing Alþjóðaþingmannasambandsins verður haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 20. september.

Helstu umræðuefni fundarins verða m.a. hlutverk þjóðþinga við vernd almennings, sanngjörn viðskipti og nýbreytni við fjármögnun fyrir sjálfbæra þróun og hlutverk fjölmiðla, þ.m.t. samskiptavefja á internetinu.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Þuríður Backman formaður, Árni Páll Árnason varaformaður og Einar K. Guðfinnsson.