26.9.2012

Fundir efnahagsnefndar NATO-þingsins á Íslandi 26.-28. september

Efnahagsnefnd NATO-þingsins fundar á Íslandi 26.-28. september 2012. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru norðurslóðastefna Íslendinga og viðskiptatækifæri á norðurslóðum, endurreisn efnahagskerfis Íslendinga, aðildarumsókn að ESB og sjávarútvegsstefna Íslands.

Þá mun nefndin heimsækja Reykjanesvirkjun og ræða orkumál. Einnig mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hitta nefndarmenn og ræða norðurslóðamál.

Nefndin samanstendur af þingmönnum frá aðildarríkjum NATO. Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður er fulltrúi Íslandsdeildar í nefndinni.

Nánari upplýsingar um fundi nefndarinnar fást hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur í síma 862-0028 og Örnu Gerði Bang, sérfræðingi á alþjóðasviði Alþingis, í síma 699-2902.