14.10.2012

Fundur formanna Evrópunefnda þjóðþinga ESB (COSAC) 14.-16. október

Fulltrúar Evrópunefnda þjóðþinga ESB-ríkjanna, umsóknarríkja og Evrópuþingsins koma saman til fundar í Nikósíu á Kýpur dagana 14.-16. október 2012. Helstu dagskrárefni fundarins eru formennskuáætlun Kýpverja í ráðherraráði ESB, viðbrögð og endurreisn fjármálakerfisins í kjölfar kreppunnar og málefni innri markaðarins. Fundir COSAC fara fram í þeim aðildarríkjum sem fara með sex mánaða formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Af hálfu utanríkismálanefndar sækja fundinn að þessu sinni Árni Þór Sigurðsson formaður og Ólöf Nordal.