20.10.2012

127. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Québec dagana 21.-26. október

127. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Québec dagana 21.-26. október. Helstu umræðuefni þingsins verða hlutverk þjóðþinga við vernd almennings, sanngjörn viðskipti og nýbreytni við fjármögnun fyrir sjálfbæra þróun og hlutverk fjölmiðla, þ.m.t. samskiptavefja á internetinu, við að stuðla að þátttöku borgaranna og lýðræði.

Jafnframt fer fram sérstök umræða um ríkisfang, tungumál og menningarmismun í hnattrænum heimi.

Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, og Einar K. Guðfinnsson.