27.11.2012

Fundur þingmannanefndar EES 27. nóvember 2012

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar í Evrópuþinginu í Brussel 27. nóvember. Á fundinum verður m.a. fjallað um þátttöku EFTA/EES-ríkjanna í stofnunum og áætlunum ESB, framtíð orkustefnu ESB og áhrif hennar á EES, og endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundinn þau Skúli Helgason varaformaður, Birkir Jón Jónsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.