11.1.2013

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 14.-17. janúar

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins fer fram á Ísafirði 14.-17. janúar 2013. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru tækifæri og möguleikar í heilbrigðisþjónustu á Vestur-Norðurlöndum.

Ólína Þorvarðardóttir, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Árni Johnsen og Sigurður Ingi Jóhannsson sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.